Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 12:48 Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira