„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2020 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig rækilega inn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Sif Atladóttir kveðst nokkuð bjartsýn fyrir hönd félaga sinna í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mæta Svíþjóð í undankeppni EM í Gautaborg í kvöld. Sif hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn í síðasta mánuði. „Ég held að þetta verði hörkuleikur,“ sagði Sif í samtali við Vísi í gær. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í undankeppni EM. „Mér fannst þetta bráðskemmtilegur leikur. Þær voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik, sem er ekkert óeðlilegt, en mér fannst gera vel og þreyta þær aðeins. Ég held að uppstilling okkar hafi komið þeim aðeins á óvart. Við vorum svo miklu betri og ákveðnari í seinni hálfleiknum. Ég held að þetta mark sem var dæmt af okkur hafi kveikt í liðinu,“ sagði Sif og vísaði til marks Söru Bjarkar Gunnarsdóttur skömmu fyrir hálfleik sem fékk ekki að standa. Óþægilegt að verjast löngum innköstum Svo virtist sem löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur hefðu komið sænska liðinu í opna skjöldu í leiknum á Laugardalsvelli. Mark Íslands, sem Elín Metta Jensen skoraði, kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. Sif segir að þótt löngu innköstin komi Svíum ekki lengur á óvart verði áfram erfitt fyrir þá að verjast þeim. Íslendingar fagna marki Elínar Mettu Jensen gegn Svíum á Laugardalsvellinum.vísir/vilhelm „Þótt maður viti hvað er að fara að gerast er svo mikið sem getur komið upp á. Eins og þegar við skoruðum markið á móti þeim. Það er að erfitt að verjast þessu. Bara að hafa þetta skapar óöryggi hjá andstæðingunum. Það er óþægilegt að verjast löngum innköstum. Það á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Sif. Verðum alltaf litla liðið í samhenginu Hún er búsett í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið með Kristianstad síðan 2011. Hún segir að Svíar séu sigurvissir fyrir leikinn í kvöld. „Eftir Lettaleikinn á fimmtudaginn var rætt um að Svíþjóð ætti að vinna öll liðin í riðlinum. Auðvitað verður þetta erfiður leikur en engin spurning að Svíar eigi að vinna. Við verðum alltaf litla liðið í samhenginu. Það reikna allir með að Svíar vinni. Þær fengu mikla gagnrýni eftir síðasta leikinn gegn okkur og það var rætt um að þær hefðu verið heppnar að fá stig,“ sagði Sif. Aldamótabörnin svokölluðu slógu í gegn í síðustu landsleikjahrinu. Þær Sveindís, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu gegn bæði Lettlandi og Svíþjóð og léku einstaklega vel. Þá komu þær Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Barbára Sól Gísladóttir einnig við sögu í leikjunum tveimur. Sif er mjög spennt fyrir þessum ungu leikmönnum og segir framtíð landsliðsins sé í góðum höndum. „Þær komu ótrúlega vel inn í liðið og spiluðu ekki eins og þær væru ungar eða smeykar. Það er svolítið skemmtilegt við þessa kynslóð að þær hafa spilað mikið saman í yngri landsliðunum. Maður sér að þær þekkja hverja aðra mjög vel og fótboltaskilningurinn er ofboðslega mikill, í hreyfingum og staðsetningum,“ sagði Sif. Fengu að spila sig saman í U-19 ára landsliðinu Að hennar mati gerði það umræddum leikmönnum gott að spila með yngri landsliðunum í stað þess að koma fyrr inn í A-landsliðið. Margir af umræddum leikmönnum tóku t.a.m. þátt í fræknum sigri U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi fyrr á þessu ári. „Fyrir covid var mikil umræða af hverju þessi árgangur hefði ekki komið fyrr inn í landsliðið. En það sem mér finnst svo frábært er að þær fengu að spila saman í U-19 ára liðinu. Í stað þess að tínast ein og ein inn í A-landsliðið fengu þær að spila sig saman. Ég held að það verði örugglega rætt um þennan árgang sem eins konar gullkynslóð eins og strákana sem voru í U-21 árs liðinu. Ég held að það hafi verið ofboðslega mikilvægt fyrir þær að fá þessa alþjóðlegu reynslu saman í sínum aldursflokki. Það er alveg stökk að fara úr U-19 ára landsliðinu í A-landsliðinu,“ sagði Sif. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sína fyrstu byrjunarliðsleiki með landsliðinu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm „Þetta eru ótrúlega spennandi leikmenn. Þessar stelpur sem spiluðu síðast eru kannski okkar framtíðar leiðtogar. En svo má ekki gleyma restinni af þessum hóp sem hefur verið svo samheldinn. Ég held að við eigum ofboðslega bjarta framtíð í þessum leikmönnum.“ Atvinnumönnunum mun fjölga Sif vonast til að sjá umrædda leikmenn og fleiri til í atvinnumennsku erlendis. Landsliðið þurfi á því að halda. „Ég vona innilega að þær taki skrefið að fara út. Þær eru enn ungar en ég vil sjá þær úti. Maður sér t.d. þroskann sem Sveindís hefur tekið bara með því að fara yfir í Breiðablik. Þær eiga eftir að fara út en hvort það verður á næsta ári eða eftir 2-3 ár verður að koma í ljós. Þær verða að finna hvað er réttast fyrir sig að gera. En við eigum örugglega eftir að sjá aukningu á atvinnumönnunum okkar á næstu árum. Ég vona það allavega. Það er mikilvægt fyrir þær og landsliðið,“ sagði Sif að lokum. EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Sif Atladóttir kveðst nokkuð bjartsýn fyrir hönd félaga sinna í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mæta Svíþjóð í undankeppni EM í Gautaborg í kvöld. Sif hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn í síðasta mánuði. „Ég held að þetta verði hörkuleikur,“ sagði Sif í samtali við Vísi í gær. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í undankeppni EM. „Mér fannst þetta bráðskemmtilegur leikur. Þær voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik, sem er ekkert óeðlilegt, en mér fannst gera vel og þreyta þær aðeins. Ég held að uppstilling okkar hafi komið þeim aðeins á óvart. Við vorum svo miklu betri og ákveðnari í seinni hálfleiknum. Ég held að þetta mark sem var dæmt af okkur hafi kveikt í liðinu,“ sagði Sif og vísaði til marks Söru Bjarkar Gunnarsdóttur skömmu fyrir hálfleik sem fékk ekki að standa. Óþægilegt að verjast löngum innköstum Svo virtist sem löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur hefðu komið sænska liðinu í opna skjöldu í leiknum á Laugardalsvelli. Mark Íslands, sem Elín Metta Jensen skoraði, kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. Sif segir að þótt löngu innköstin komi Svíum ekki lengur á óvart verði áfram erfitt fyrir þá að verjast þeim. Íslendingar fagna marki Elínar Mettu Jensen gegn Svíum á Laugardalsvellinum.vísir/vilhelm „Þótt maður viti hvað er að fara að gerast er svo mikið sem getur komið upp á. Eins og þegar við skoruðum markið á móti þeim. Það er að erfitt að verjast þessu. Bara að hafa þetta skapar óöryggi hjá andstæðingunum. Það er óþægilegt að verjast löngum innköstum. Það á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Sif. Verðum alltaf litla liðið í samhenginu Hún er búsett í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið með Kristianstad síðan 2011. Hún segir að Svíar séu sigurvissir fyrir leikinn í kvöld. „Eftir Lettaleikinn á fimmtudaginn var rætt um að Svíþjóð ætti að vinna öll liðin í riðlinum. Auðvitað verður þetta erfiður leikur en engin spurning að Svíar eigi að vinna. Við verðum alltaf litla liðið í samhenginu. Það reikna allir með að Svíar vinni. Þær fengu mikla gagnrýni eftir síðasta leikinn gegn okkur og það var rætt um að þær hefðu verið heppnar að fá stig,“ sagði Sif. Aldamótabörnin svokölluðu slógu í gegn í síðustu landsleikjahrinu. Þær Sveindís, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu gegn bæði Lettlandi og Svíþjóð og léku einstaklega vel. Þá komu þær Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Barbára Sól Gísladóttir einnig við sögu í leikjunum tveimur. Sif er mjög spennt fyrir þessum ungu leikmönnum og segir framtíð landsliðsins sé í góðum höndum. „Þær komu ótrúlega vel inn í liðið og spiluðu ekki eins og þær væru ungar eða smeykar. Það er svolítið skemmtilegt við þessa kynslóð að þær hafa spilað mikið saman í yngri landsliðunum. Maður sér að þær þekkja hverja aðra mjög vel og fótboltaskilningurinn er ofboðslega mikill, í hreyfingum og staðsetningum,“ sagði Sif. Fengu að spila sig saman í U-19 ára landsliðinu Að hennar mati gerði það umræddum leikmönnum gott að spila með yngri landsliðunum í stað þess að koma fyrr inn í A-landsliðið. Margir af umræddum leikmönnum tóku t.a.m. þátt í fræknum sigri U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi fyrr á þessu ári. „Fyrir covid var mikil umræða af hverju þessi árgangur hefði ekki komið fyrr inn í landsliðið. En það sem mér finnst svo frábært er að þær fengu að spila saman í U-19 ára liðinu. Í stað þess að tínast ein og ein inn í A-landsliðið fengu þær að spila sig saman. Ég held að það verði örugglega rætt um þennan árgang sem eins konar gullkynslóð eins og strákana sem voru í U-21 árs liðinu. Ég held að það hafi verið ofboðslega mikilvægt fyrir þær að fá þessa alþjóðlegu reynslu saman í sínum aldursflokki. Það er alveg stökk að fara úr U-19 ára landsliðinu í A-landsliðinu,“ sagði Sif. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sína fyrstu byrjunarliðsleiki með landsliðinu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm „Þetta eru ótrúlega spennandi leikmenn. Þessar stelpur sem spiluðu síðast eru kannski okkar framtíðar leiðtogar. En svo má ekki gleyma restinni af þessum hóp sem hefur verið svo samheldinn. Ég held að við eigum ofboðslega bjarta framtíð í þessum leikmönnum.“ Atvinnumönnunum mun fjölga Sif vonast til að sjá umrædda leikmenn og fleiri til í atvinnumennsku erlendis. Landsliðið þurfi á því að halda. „Ég vona innilega að þær taki skrefið að fara út. Þær eru enn ungar en ég vil sjá þær úti. Maður sér t.d. þroskann sem Sveindís hefur tekið bara með því að fara yfir í Breiðablik. Þær eiga eftir að fara út en hvort það verður á næsta ári eða eftir 2-3 ár verður að koma í ljós. Þær verða að finna hvað er réttast fyrir sig að gera. En við eigum örugglega eftir að sjá aukningu á atvinnumönnunum okkar á næstu árum. Ég vona það allavega. Það er mikilvægt fyrir þær og landsliðið,“ sagði Sif að lokum.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira