Lögmaður talar fyrir valdaráni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. október 2020 10:31 Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar