„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira