Kallað eftir sjálfbærnileiðtogum - helst í gær... Gunnar Sveinn Magnússon skrifar 27. október 2020 14:00 Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar