Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 13:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira