Svo virðist sem Lionel Messi hafi haft betur í valdabaráttu spænska stórliðsins Barcelona en forseti félagsins - Josep Maria Bartomeu - sagði af sér nú í kvöld.
Messi hefur staðið í stappi við forráðamenn spænska félagsins allt síðan félagið beið afhroð gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Tapaði spænska félagið 8-2 og fór því í sumarfrí með skottið á milli lappanna.
President Josep Maria Bartomeu announces the resignation of the FC Barcelona Board of Directors. pic.twitter.com/Xr9pBoUzHM
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 27, 2020
Í kjölfarið brutust út allskyns fréttir að Messi væri ósáttur með lífið og tilveruna. Ekki hjálpaði til að einn af hans betri vinum, Luis Suarez, var svo gott sem rekinn frá félaginu. Hann leikur nú með Atletico Madrid.
Í sumar óskaði Messi svo eftir sölu frá félaginu en hann vildi meina að ákvæði í samningi hans myndi gera honum kleift að fara frítt frá félaginu. Það gekk ekki eftir og hann er enn leikmaður Börsunga.
Follow the live press conference of President Josep Maria Bartomeu.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 27, 2020
https://t.co/EZNEnGDg1v pic.twitter.com/soXXNR1Tl3
Hvort uppsögn Bartomeu breyti skoðun Messi á eftir að koma í ljós. Gengið liðsins á þessari leiktíð hefur ekki verið frábært en Börsungar eru í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.