Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 23:37 Þessi mynd er tekin á lestarstöð í París, höfuðborg Frakklands. Kórónuveirutilfellum hefur farið hratt fjölgandi í landinu, líkt og víða annars staðar í Evrópu. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50
Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25