Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. október 2020 16:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á von á tillögum frá sóttvarnalækni. Nýjar reglur sem verði hertari taki væntanlega gildi 3. nóvember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira