Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Landspítalans frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans.
Sextíu og einn sjúklingur liggur nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Í dag eru 1.086 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar en þar af eru 193 börn.
Landspítali starfar nú á neyðarstigi og eru sjúklingar eru nú skimaðir fyrir flutning af Landspítala á aðrar stofnanir.