„Þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2020 18:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vísir/Sigurjón Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fráfall einstaklings í dag sem smitaðist af Covid-19 í hópsýkingunni á Landakoti og þróun sýkingarinnar þar sem æ fleiri reynast smitaðir gera málið æ alvarlegra. „Alvarleiki málsins verður meiri eftir því sem áhrifin þyngjast og spítalinn er klár á því eins og samfélagið allt. Því miður er þessi faraldur þannig að hann heggur bæði í heilsu og líf og þess vegna er svo mikilvægt að freista þess að ná utan um hann og þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt,“ segir Svandís. Treystir yfirstjórn og starfsfólki spítalans Eins og fram hefur komið hafa komið upp smit hjá starfsfólki og sjúklingum á fjórum deildum Landakots. Heimsóknir aðstandenda voru leyfðar og næturvakt fór á milli tveggja deilda áður en hópsýkingin kom upp í síðustu viku en í fyrri bylgju faraldursins var það óheimilt vegna sýkingavarna. Fram hefur komið að hópsmitið nú hafi komið starfsfólki að óvörum því miklar sóttvarnir hafi verið viðhafðar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur haft samband við vilja fá ítarlega greiningu á því hvað gerðist. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en stjórn spítalans fari ofan í saumanna á allri þessari atburðarás. Ég ber fullt traust til forystu Landspítalans og það er engin betur til þess fallin en hún til að stýra spítalanum. Allt starfsfólk er að leggja sig fram, en þessi veira er algjört skaðræði og eina leiðin til að ná tökum á henni er með þolgæði og úthaldi,“ segir Svandís. Sífellt fleiri smitast Nú hafa alls 57 starfsmenn og 60 sjúklingar greinst smitaðir í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti eða 117 manns. Flestir hafa smitast á Landakoti en einnig á Reykjalundi og Sólvöllum. Þá hefur komið fram hjá sóttvarnalækni að hópsýkingin sé farin að dreifa sér í samfélaginu. Tugir starfsmanna sem voru í vinnusóttkví hafa greinst smitaðir í vikunni, þá er fólk í vinnu í sóttkví en í hlífðarfatnaði og með veirumaska sem gefur enn meiri vörn en hefðbundinn maski. Aðspurð um hvort það geti verið hætta á að fólk smiti þó það sé í slíkum hlífðarfatnaði segir Svandís: „Þegar ástandið er eins og núna, það er heimsfaraldur og neyðarstig á Landspítalanum þá hefur í raun og veru farsóttarnefnd Landspítalans tekið stjórnin á því sem þar fer fram ásamt forstjóra spítalans. Þar er meðal annars fjallað um sóttvarnir og ég held að það sé engin í landinu betur til þess fallin en að halda utan um þessi mál en einmitt þau og ég treysti spítalanum í þessu máli,“ segir Svandís. Aðspurð um hvort eðlilegt að aðstandendur hafi fengið heimsækja sjúklinga á Landakoti en svo hefur verið frá því í sumar og þar til hópsýkingin í síðustu viku kom upp, svarar Svandís. „Við erum alltaf endurmeta aðgerðir okkar. Við gripum til mjög afgerandi aðgerða varðandi heimsóknarbann í fyrstu bylgju faraldursins. Við nálguðumst það svo með öðrum hætti í sumar í samstarfi við hjúkrunarheimilin því það voru fleiri sjónarmið sem komu til skoðunnar en sóttvarnarsjónarmiðin. Það er sjónarmið sem lúta að andlegri heilsu sjúklinga og vellíðan og þau þarf líka að skoða ig virða,“ segir Svandís. Hún segir jafnframt að uppbygging sóttvarnahólfa á spítalanum lúti stjórn spítalans og sé ekki á sínu borði. Alvarlegt að hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu sé á neyðarstigi „Það að flaggskip okkar í heilbrigðisþjónustu sjálfur Landspítalinn sé nú kominn á neyðarstig mun örugglega hafa áhrif um allt samfélagið því þetta er öryggisventill okkar þegar kemur að alvarlegum heilsufarsvanda. Það er mjög alvarleg staða komin upp þegar þessi staður, þetta hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu er komið á neyðarstig,“ segir Svandís að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 „Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54 Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fráfall einstaklings í dag sem smitaðist af Covid-19 í hópsýkingunni á Landakoti og þróun sýkingarinnar þar sem æ fleiri reynast smitaðir gera málið æ alvarlegra. „Alvarleiki málsins verður meiri eftir því sem áhrifin þyngjast og spítalinn er klár á því eins og samfélagið allt. Því miður er þessi faraldur þannig að hann heggur bæði í heilsu og líf og þess vegna er svo mikilvægt að freista þess að ná utan um hann og þetta sem gerðist á Landakoti er auðvitað grafalvarlegt,“ segir Svandís. Treystir yfirstjórn og starfsfólki spítalans Eins og fram hefur komið hafa komið upp smit hjá starfsfólki og sjúklingum á fjórum deildum Landakots. Heimsóknir aðstandenda voru leyfðar og næturvakt fór á milli tveggja deilda áður en hópsýkingin kom upp í síðustu viku en í fyrri bylgju faraldursins var það óheimilt vegna sýkingavarna. Fram hefur komið að hópsmitið nú hafi komið starfsfólki að óvörum því miklar sóttvarnir hafi verið viðhafðar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur haft samband við vilja fá ítarlega greiningu á því hvað gerðist. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en stjórn spítalans fari ofan í saumanna á allri þessari atburðarás. Ég ber fullt traust til forystu Landspítalans og það er engin betur til þess fallin en hún til að stýra spítalanum. Allt starfsfólk er að leggja sig fram, en þessi veira er algjört skaðræði og eina leiðin til að ná tökum á henni er með þolgæði og úthaldi,“ segir Svandís. Sífellt fleiri smitast Nú hafa alls 57 starfsmenn og 60 sjúklingar greinst smitaðir í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti eða 117 manns. Flestir hafa smitast á Landakoti en einnig á Reykjalundi og Sólvöllum. Þá hefur komið fram hjá sóttvarnalækni að hópsýkingin sé farin að dreifa sér í samfélaginu. Tugir starfsmanna sem voru í vinnusóttkví hafa greinst smitaðir í vikunni, þá er fólk í vinnu í sóttkví en í hlífðarfatnaði og með veirumaska sem gefur enn meiri vörn en hefðbundinn maski. Aðspurð um hvort það geti verið hætta á að fólk smiti þó það sé í slíkum hlífðarfatnaði segir Svandís: „Þegar ástandið er eins og núna, það er heimsfaraldur og neyðarstig á Landspítalanum þá hefur í raun og veru farsóttarnefnd Landspítalans tekið stjórnin á því sem þar fer fram ásamt forstjóra spítalans. Þar er meðal annars fjallað um sóttvarnir og ég held að það sé engin í landinu betur til þess fallin en að halda utan um þessi mál en einmitt þau og ég treysti spítalanum í þessu máli,“ segir Svandís. Aðspurð um hvort eðlilegt að aðstandendur hafi fengið heimsækja sjúklinga á Landakoti en svo hefur verið frá því í sumar og þar til hópsýkingin í síðustu viku kom upp, svarar Svandís. „Við erum alltaf endurmeta aðgerðir okkar. Við gripum til mjög afgerandi aðgerða varðandi heimsóknarbann í fyrstu bylgju faraldursins. Við nálguðumst það svo með öðrum hætti í sumar í samstarfi við hjúkrunarheimilin því það voru fleiri sjónarmið sem komu til skoðunnar en sóttvarnarsjónarmiðin. Það er sjónarmið sem lúta að andlegri heilsu sjúklinga og vellíðan og þau þarf líka að skoða ig virða,“ segir Svandís. Hún segir jafnframt að uppbygging sóttvarnahólfa á spítalanum lúti stjórn spítalans og sé ekki á sínu borði. Alvarlegt að hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu sé á neyðarstigi „Það að flaggskip okkar í heilbrigðisþjónustu sjálfur Landspítalinn sé nú kominn á neyðarstig mun örugglega hafa áhrif um allt samfélagið því þetta er öryggisventill okkar þegar kemur að alvarlegum heilsufarsvanda. Það er mjög alvarleg staða komin upp þegar þessi staður, þetta hjarta íslenskrar heilbrigðisþjónustu er komið á neyðarstig,“ segir Svandís að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 „Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54 Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. 28. október 2020 13:01
Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48
„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. 27. október 2020 18:54
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14