Segir ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með Eiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 12:30 Stundin þegar Eiður Smári kom inn á fyrir pabba sinn gegn Eistlandi fyrir 24 árum. youtube Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1. Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1.
Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti