„Það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2020 18:31 Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Vísir/Vilhelm „Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38