Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 22:10 Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samskonar vél og var lent án heimildar umræddan dag. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira