Starfsmenn Rio Tinto undirrituðu kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 09:10 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins. Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.
Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42