Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2020 12:07 Frá Dalvík. Vísir/getty 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00. Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00.
Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59
Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13
Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01
„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59