Ryan Giggs: Manchester United gæti þurft að bíða í tuttugu ár eftir titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ryan Giggs vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Getty/ John Peters Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember. Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember.
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira