Fræga fólkið í Hollywood fer oft af stað í ný og spennandi ævintýri. Nokkuð margar stjörnur hafa valið þá leið að byrja með eigið snyrtivörufyrirtæki í stað þess að vera andlit annarra merkja. Í hlaðvarpinu HI Beauty fóru Ingunn Sig og Heiður Ósk, eigendur Reykjavík Makeup School, yfir nokkur af þessum merkjum.
Þær stjörnur sem þær völdu að fjalla um eru Jessica Alba, Miranda Kerr, Kat von D, Gweneth Paltrow, Kim Kardashian, Kate Holmes, Drew Barrymore og Kylie Jenner. Hvernig byrjuðu þær? Hvernig vörur eru þær að framleiða? Hvaða innihaldsefni nota þær? Hvernig viðbrögð hafa þær fengið? Þetta og fleira fara þær yfir í þættinum, sem má finna hér neðst í fréttinni.








Í þættunum fóru þær einnig yfir það helstu fréttir úr förðunarheiminum þessa dagana eins og förðunarstrokleður, Lady Gaga og margt fleira. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.