Viðbrögð veiðimanna komu Víði á óvart Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 1. nóvember 2020 14:24 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það koma sér á óvart að rjúpnaveiðimenn séu ósáttir við lítinn fyrirvara vegna tilkynningar um að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta við rjúpnaveiði. Það hefði ekki fyrst verið bent á það í gær. Áður hafi verið bent á það á fimmtudaginn og talað hafi verið um ferðalög á milli landshluta í margar viku. Í yfirlýsingu frá skotveiðifélaginu Skotvís segir að félagið hafi ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir rjúpnaveiðitímabilið en ekki fengið slíkan fund. Mikil óánægja sé með tilmælin meðal veiðimanna. Víðir sagði í samtali við fréttastofu í dag að það hafi þótt rétt að hnykkja á tilmælunum í gær. Það hafi legið fyrir að rjúpnaveiðimenn væru margir farnir af stað. Víðir segir rjúpnaveiði vera holla og fína sem slíka. Þar séu ekki miklar líkur á smitum. Það séu ferðalögin sem séu vandamálið. „Við heyrum áhyggjur lögregluembættanna á landsbyggðinni þar sem mikið er bókað í sumarhús, mikið bókað á hótel. Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir. Þar að auki hafi sérstaklega verið talað um rjúpnaveiðina á fimmtudaginn. Veiðitímabilið hafi byrjað í dag en þeir sem hafi ætlað sér að fara til dæmis um næstu helgi hafi nú nægan tíma til að velta hlutunum fyrir sér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það koma sér á óvart að rjúpnaveiðimenn séu ósáttir við lítinn fyrirvara vegna tilkynningar um að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta við rjúpnaveiði. Það hefði ekki fyrst verið bent á það í gær. Áður hafi verið bent á það á fimmtudaginn og talað hafi verið um ferðalög á milli landshluta í margar viku. Í yfirlýsingu frá skotveiðifélaginu Skotvís segir að félagið hafi ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir rjúpnaveiðitímabilið en ekki fengið slíkan fund. Mikil óánægja sé með tilmælin meðal veiðimanna. Víðir sagði í samtali við fréttastofu í dag að það hafi þótt rétt að hnykkja á tilmælunum í gær. Það hafi legið fyrir að rjúpnaveiðimenn væru margir farnir af stað. Víðir segir rjúpnaveiði vera holla og fína sem slíka. Þar séu ekki miklar líkur á smitum. Það séu ferðalögin sem séu vandamálið. „Við heyrum áhyggjur lögregluembættanna á landsbyggðinni þar sem mikið er bókað í sumarhús, mikið bókað á hótel. Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir. Þar að auki hafi sérstaklega verið talað um rjúpnaveiðina á fimmtudaginn. Veiðitímabilið hafi byrjað í dag en þeir sem hafi ætlað sér að fara til dæmis um næstu helgi hafi nú nægan tíma til að velta hlutunum fyrir sér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira