Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að tveir létust úr Covid-19 síðastliðna nótt. Hafa því fimmtán hér á landi látist úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur frá því faraldurinn hófst. 

Við fjöllum um fjöldatakmarkanir í verslunum, en fjöldinn skal miðast við viðskiptavini að sögn yfirlögregluþjóns. Þá verður farið yfir reglur sem munu gilda um skólahald en menntamálaráðherra segist vongóð að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar þrátt fyrir hertar aðgerðir. 

Þá förum við yfir stöðuna í Bandaríkjunum og Bretlandi en einnig kíkjum við í heimsókn til sex ára stúlku sem fer létt með að ríða hestum öllum á öllum gangtegundum og sýna sirkusatriði á þeim. Henni finnst þó skemmtilegast að leggja á skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×