Hamilton segir ekkert öruggt með framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Gæti Lewis Hamilton kallað þetta gott þegar þessu keppnistímabili lýkur? Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira