Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:30 Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown. Hún segir ástandið eldfimt í aðdraganda kosninga. Aðsend Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. Einn kennara hennar tjáði nemendum að hann væri í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Það er búið að byrgja aftur glugga eins og var gert fyrir óeirðirnar fyrr á árinu, og það var ekki fyrir nokkrum vikum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi um stöðuna í Washington. Ljóst sé að margir búi sig undir átakadag á þriðjudag og voru nemendur hvattir til þess að útvega sér mat fyrir næstu tvær vikurnar. HAPPENING NOW: Riot & unrest prep around Washington DC, as workers are boarding up windows for possible violence/unrest on #ElectionDay pic.twitter.com/3JzcxZm1El— SV News 🚨 (@SVNewsAlerts) October 30, 2020 Sjálf hefur hún verið búsett ytra í rúmlega eitt ár og hefur því ekki samanburðinn við aðrar kosningar, en miðað við það sem hún heyrir frá samnemendum og kennurum er staðan allt önnur en hún var árið 2016. „Sérstaklega kennarar, þeir upplifa að þetta sé mjög frábrugðið fyrri kosningum. Einn kennarinn minn bað okkur að fara ekki út og sagði sérstaklega við mig, þar sem ég er á visa, að ég mætti ekki lenda þar sem lögreglan er,“ sagði Bryndís. Hún ætti einfaldlega í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. „Þó þú sért bara að hjálpa manneskju þá gæti það komið verr út, og það er auðveldast að ákæra fólk vegna innflytjendastöðu. Ég má bara ekki hætta á það á meðan ég er hérna úti.“ Bryndís í Hvíta húsinu í janúar.Aðsend „Hann er hræddur núna“ Einn kennara Bryndísar hefur í mörg ár rannsakað hryðjuverk á innlendum vettvangi og sérhæft sig í þeim. Hann starfaði lengi vel fyrir Alríkislögregluna, FBI, og þekkir því vel til öryggismála. Hann segist vera í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Hann telur, miðað við það sem hann hefur verið að heyra, að það sé ástæða til þess að vera stressaður,“ segir Bryndís og bætir við að hann hafi meðal annars tekið eftir því að aldrei hafi fleiri þyrlur verið á sveimi yfir borginni. Mikil viðvera lögreglu er í Washington og segir Bryndís hana vera áþreifanlega. Ólíkt því sem gengur og gerist annars staðar er um alríkislögreglu að ræða, og þeir séu greinilega tilbúnir í átök. „Þeir eru búnir að fá þau skilaboð að þeir eigi að vera mjög harðir. Gúmmíkúlum hefur verið skotið að mótmælendum og piparúða beitt. Ástandið er frekar eldfimt.“ Georgetown-háskóli í Washington D.C.Aðsend Demókratar margir hverjir að sætta sig við Biden Flestir vinir Bryndísar eru demókratar en þó hefur hún kynnst mörgum repúblikönum í náminu, og þá sérstaklega mörgum sem hafa verið í hernum. Hún segir ekki alla sátta við frambjóðanda Demókrataflokksins og séu í raun margir að sætta sig við hann frekar en annað. „Þetta er í þriðja skiptið sem Biden reynir að vera forseti, hann hefur tvisvar tapað tilnefningunni, og hann á mjög langan feril að baki í pólitík. Það er mjög margt sem fólk er ósátt með sem hann hefur gert hingað til,“ segir Bryndís og vísar meðal annars til réttinda baráttu svartra vestanhafs, sem Biden hefur sagst hafa stutt allan sinn feril. „Þegar hann hefur talað um að svartir Bandaríkjamenn eigi að kjósa hann vegna þess að hann starfaði með Obama, þá var það líka hann sem talaði fyrir harðri stefnu gegn fíkniefnum sem bitnaði hvað mest á svörtum í Bandaríkjunum.“ Hún segir erfitt að meta hvernig kosningarnar fari, enda sé hún búsett á svæði þar sem yfirgnæfandi meirihluti styður Demókrataflokkinn. Það sé þó hennar tilfinning að Biden fari með sigur úr býtum. „Þetta er voða skrýtið en mér finnst á öllu að Biden muni vinna. En það mun sennilega ekki koma niðurstaða fyrr en eftir nokkra daga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00 Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. Einn kennara hennar tjáði nemendum að hann væri í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Það er búið að byrgja aftur glugga eins og var gert fyrir óeirðirnar fyrr á árinu, og það var ekki fyrir nokkrum vikum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi um stöðuna í Washington. Ljóst sé að margir búi sig undir átakadag á þriðjudag og voru nemendur hvattir til þess að útvega sér mat fyrir næstu tvær vikurnar. HAPPENING NOW: Riot & unrest prep around Washington DC, as workers are boarding up windows for possible violence/unrest on #ElectionDay pic.twitter.com/3JzcxZm1El— SV News 🚨 (@SVNewsAlerts) October 30, 2020 Sjálf hefur hún verið búsett ytra í rúmlega eitt ár og hefur því ekki samanburðinn við aðrar kosningar, en miðað við það sem hún heyrir frá samnemendum og kennurum er staðan allt önnur en hún var árið 2016. „Sérstaklega kennarar, þeir upplifa að þetta sé mjög frábrugðið fyrri kosningum. Einn kennarinn minn bað okkur að fara ekki út og sagði sérstaklega við mig, þar sem ég er á visa, að ég mætti ekki lenda þar sem lögreglan er,“ sagði Bryndís. Hún ætti einfaldlega í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. „Þó þú sért bara að hjálpa manneskju þá gæti það komið verr út, og það er auðveldast að ákæra fólk vegna innflytjendastöðu. Ég má bara ekki hætta á það á meðan ég er hérna úti.“ Bryndís í Hvíta húsinu í janúar.Aðsend „Hann er hræddur núna“ Einn kennara Bryndísar hefur í mörg ár rannsakað hryðjuverk á innlendum vettvangi og sérhæft sig í þeim. Hann starfaði lengi vel fyrir Alríkislögregluna, FBI, og þekkir því vel til öryggismála. Hann segist vera í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Hann telur, miðað við það sem hann hefur verið að heyra, að það sé ástæða til þess að vera stressaður,“ segir Bryndís og bætir við að hann hafi meðal annars tekið eftir því að aldrei hafi fleiri þyrlur verið á sveimi yfir borginni. Mikil viðvera lögreglu er í Washington og segir Bryndís hana vera áþreifanlega. Ólíkt því sem gengur og gerist annars staðar er um alríkislögreglu að ræða, og þeir séu greinilega tilbúnir í átök. „Þeir eru búnir að fá þau skilaboð að þeir eigi að vera mjög harðir. Gúmmíkúlum hefur verið skotið að mótmælendum og piparúða beitt. Ástandið er frekar eldfimt.“ Georgetown-háskóli í Washington D.C.Aðsend Demókratar margir hverjir að sætta sig við Biden Flestir vinir Bryndísar eru demókratar en þó hefur hún kynnst mörgum repúblikönum í náminu, og þá sérstaklega mörgum sem hafa verið í hernum. Hún segir ekki alla sátta við frambjóðanda Demókrataflokksins og séu í raun margir að sætta sig við hann frekar en annað. „Þetta er í þriðja skiptið sem Biden reynir að vera forseti, hann hefur tvisvar tapað tilnefningunni, og hann á mjög langan feril að baki í pólitík. Það er mjög margt sem fólk er ósátt með sem hann hefur gert hingað til,“ segir Bryndís og vísar meðal annars til réttinda baráttu svartra vestanhafs, sem Biden hefur sagst hafa stutt allan sinn feril. „Þegar hann hefur talað um að svartir Bandaríkjamenn eigi að kjósa hann vegna þess að hann starfaði með Obama, þá var það líka hann sem talaði fyrir harðri stefnu gegn fíkniefnum sem bitnaði hvað mest á svörtum í Bandaríkjunum.“ Hún segir erfitt að meta hvernig kosningarnar fari, enda sé hún búsett á svæði þar sem yfirgnæfandi meirihluti styður Demókrataflokkinn. Það sé þó hennar tilfinning að Biden fari með sigur úr býtum. „Þetta er voða skrýtið en mér finnst á öllu að Biden muni vinna. En það mun sennilega ekki koma niðurstaða fyrr en eftir nokkra daga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00 Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00
Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00
Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26