Viðskipti innlent

Bein út­sending: Loftum út! – Orku­skipti í fundar­her­bergjum

Atli Ísleifsson skrifar
122780125_2756374037961681_1862467383317305921_o

Félag kvenna í atvinnulífinu og Orkuveita Reykjavíkur standa fyrir opnum fundi um jafnréttismál þar sem flutt verða þrjú erindi og síðan munu aðilar úr framlínu íslensks viðskiptalífs koma sér fyrir sér við hringborð atvinnulífsins og ræða saman.

Fundurinn er með yfirskriftina Loftum út! Orkuskipti í fundarherbergjum og hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Dagskrá

  • Nýting man(n)auðs lykilatriði til árangurs. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands og formaður FKA.
  • Jafnrétti er góður bissness – Jafnlaun í verki. Víðir Ragnarsson, verkefnastjóri Jafnréttismála OR.
  • Jafnvægisvogin og orkuskiptin í fundarherbergjum. Auður Daníelsdóttir, framkvæmdarstjóri sölu- og ráðgjafasviðs hjá Sjóvá.
  • Hringborð atvinnulífsins
  • Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts
  • Bjarni Bjarnason, forstjóri OR
  • Gréta María Grétarsdóttir, form. stjórnar Matvælasjóðs og handhafi Viðskiptaverðlauna 2019.
  • Guðbjög Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Marel á Íslandi.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
  • Fundarstjóri: Svanhildur Hólm Valsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×