Bandaríski leikarinn Eddie Hassell, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010, er látinn eftir að hafa verið skotinn í Texas í gær.
Reuters segir frá því að Hassell hafi verið skotinn í miðju bílaráni. Á hann að hafa verið staddur fyrir utan heimili kærustu sinnar í Grand Prairie, úthverfi Dallas aðfararnótt sunnudagsins, í árásinni.
Hassell var fluttur á sjúkrahús með skotsár í kviðnum og var síðar úrskurðaður látinn. Lögreglu rannsakar nú málið.
Leikarinn fór einnig með hlutverk Phil Nance í vísindaskáldsagnaþáttunum Surface þar sem hann kom fram í tíu þáttum.
Í myndinni The Kids Are All Right, sem skartaði meðal annars þeim Mark Ruffalo, Julianne Moore og Anette Bening, fór Hassell með hlutverk táningsins Clay.