Liverpool í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 13:31 Jürgen Klopp er hér kannski að reyna útskýra það hvernig liðið sem hefur fengið á sig flest mörk geti verið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira