Víðir harðorður vegna framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana: „Þetta er svo mikið kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 11:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi fyrr í haust. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira