Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:39 Grímuskylda hefur verið í mörgum menntaskólum en nú eiga einnig nemendur í 5.-10. bekk að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Formaður félags grunnskólakennara vonar að það muni heyra til undantekninga. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira