Liverpool með 55 fleiri stig en Man. United í stjóratíð Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 11:01 Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchetser United á móti Liverpool. Getty/Andrew Powell Manchester United hefur átt góða spretti undir stjórn norska knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær en stigasöfnunin er sláandi í samanburði við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem United menn vilja vissulega bera sig saman við. Stuðningsmenn Manchester United eru vissulega farnir að ókyrrast enda virðist lítið vera að breytast hvað varða gengið United liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr nú í fimmtánda sæti eftir eitt stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjunum. Staðreyndirnar segja sína sögu þegar gengi liðanna í ensku úrvalsdeildinni er skoðað síðan Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn hjá Manchetser United. Stólinn hans Ole Gunnars Solskjær hjá Manchester United er farinn að hitna talsvert eftir brösugt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nú má búast við því að ensku miðlanir fari að gera meira úr leitinni að næsta stjóra United. Solskjær er reyndar að gera flotta hluti í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið Paris Saint-Germain og RB Leipzig með markatölunni 7-1 í fyrstu tveimur leikjunum. Stigataflan eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni er ekki eins glæsileg og það þótti ástæða fyrir smá tölfræðiútreikningi. Fólkið á Givemesport ákvað að taka saman stig og gengi allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni frá því í desember 2018 eða frá þeim tíma að Ole Gunnar Solskjær tók við United liðinu af Jose Mourinho. 14. West Ham - 57 points 8. Arsenal - 78 points 1. Liverpool - 136 pointsNo wonder so many United fans are now #OleOut #MUFC https://t.co/rhxqjOA5hG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 3, 2020 Þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er staða Manchester United liðsins allt önnur en í Meistaradeildinni. Manchester United tapaði 0-1 á heimavelli á móti Arsenal um helgina og hefur aðeins skorað tvö mörk og fengið eitt stig í fyrstu fjórum heimaleikjum tímabilsins. Manchester United er með sjöunda besta árangur allra liða á þessum tæpu tveimur árum sem er ekkert hrikalegt en um leið allt annað en metnaður klúbbsins krefst. Góðu fréttirnar er að Manchester United er með fleiri stig en bæði Arsenal og Everton á þessu tímabili. United er með 81 stig eða þremur meira en Arsenal og fimm stigum meira en Everton. Leicester City, Wolves og Tottenham eru líka bara fjórum stigum eða minna á undan þeim. Það er aftur á móti sláandi að bera stigasöfnun Manchester United í stjóratíð Ole Gunnars við stigasöfnunina hjá liðum Liverpool og Manchester City. Strákarnir hans Pep Guardiola í Manchetser City hafa fengið 35 fleiri stig í þessu rúmlegu 50 leikjum sem er mikill munur en þó ekkert í samanburði við Liverpool. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool hafa þannig náð í 55 fleiri stig en Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United. Á þessum tíma hefur Liverpool aðeins tapað stigum í 8 leikjum af 52 en Manchester United hefur unnið helmingi færri leiki en Liverpool á þessu tímabili eða 22 á móti 44. Hér fyrir neðan má sjá stig félaganna í stjóratíða Ole Gunnar Solskjær. Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49) Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Manchester United hefur átt góða spretti undir stjórn norska knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær en stigasöfnunin er sláandi í samanburði við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem United menn vilja vissulega bera sig saman við. Stuðningsmenn Manchester United eru vissulega farnir að ókyrrast enda virðist lítið vera að breytast hvað varða gengið United liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr nú í fimmtánda sæti eftir eitt stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjunum. Staðreyndirnar segja sína sögu þegar gengi liðanna í ensku úrvalsdeildinni er skoðað síðan Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn hjá Manchetser United. Stólinn hans Ole Gunnars Solskjær hjá Manchester United er farinn að hitna talsvert eftir brösugt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nú má búast við því að ensku miðlanir fari að gera meira úr leitinni að næsta stjóra United. Solskjær er reyndar að gera flotta hluti í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið Paris Saint-Germain og RB Leipzig með markatölunni 7-1 í fyrstu tveimur leikjunum. Stigataflan eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni er ekki eins glæsileg og það þótti ástæða fyrir smá tölfræðiútreikningi. Fólkið á Givemesport ákvað að taka saman stig og gengi allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni frá því í desember 2018 eða frá þeim tíma að Ole Gunnar Solskjær tók við United liðinu af Jose Mourinho. 14. West Ham - 57 points 8. Arsenal - 78 points 1. Liverpool - 136 pointsNo wonder so many United fans are now #OleOut #MUFC https://t.co/rhxqjOA5hG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 3, 2020 Þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er staða Manchester United liðsins allt önnur en í Meistaradeildinni. Manchester United tapaði 0-1 á heimavelli á móti Arsenal um helgina og hefur aðeins skorað tvö mörk og fengið eitt stig í fyrstu fjórum heimaleikjum tímabilsins. Manchester United er með sjöunda besta árangur allra liða á þessum tæpu tveimur árum sem er ekkert hrikalegt en um leið allt annað en metnaður klúbbsins krefst. Góðu fréttirnar er að Manchester United er með fleiri stig en bæði Arsenal og Everton á þessu tímabili. United er með 81 stig eða þremur meira en Arsenal og fimm stigum meira en Everton. Leicester City, Wolves og Tottenham eru líka bara fjórum stigum eða minna á undan þeim. Það er aftur á móti sláandi að bera stigasöfnun Manchester United í stjóratíð Ole Gunnars við stigasöfnunina hjá liðum Liverpool og Manchester City. Strákarnir hans Pep Guardiola í Manchetser City hafa fengið 35 fleiri stig í þessu rúmlegu 50 leikjum sem er mikill munur en þó ekkert í samanburði við Liverpool. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool hafa þannig náð í 55 fleiri stig en Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United. Á þessum tíma hefur Liverpool aðeins tapað stigum í 8 leikjum af 52 en Manchester United hefur unnið helmingi færri leiki en Liverpool á þessu tímabili eða 22 á móti 44. Hér fyrir neðan má sjá stig félaganna í stjóratíða Ole Gunnar Solskjær. Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49)
Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49)
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn