Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:32 Guðmundur í viðtali við Fjölni Þorgeirsson eftir keppni í hestaíþróttum. Vísir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna. Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna.
Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira