Viðskipti innlent

Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu

Atli Ísleifsson skrifar
Tíu viðskiptavinir mega nú að hámarki vera inni í verslun Nexus í Glæsibæ á sama tíma.
Tíu viðskiptavinir mega nú að hámarki vera inni í verslun Nexus í Glæsibæ á sama tíma. Nexus

Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar, í fyrsta sinn í 28 ár.

Frá þessu segir á Facebook-síðu Nexus. Segir að ástæða þess var að viðkomandi hafi ekki viljað bera grímu og vildi sömuleiðis ekki fá gefins grímu. Virðist sem að hegðun viðskiptavinarins skýrist að „[neikvæðum hugmyndum]“ um grímuskyldu.

Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið hissa á málinu og að hann ætti ekki von á þessu frá viðskiptavinum verslunarinnar. Hann segir að svona hegðun verði ekki liðin. 

„Það er grímskylda og harðar reglur. Við þurfum að fylgja þeim til að við komumst sem fyrst úr út þessu ástandi,“ segir Gísli. 

Í færslu Nexus er minnst sérstalega á grímuskylduna í öllum verslunum og að grímur séu gefnar við innganginn ef þurfi. Þá er jafnframt minnst á að fjöldatakmörkunin miðist við tíu í verslun Nexus í Glæsibæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×