Þær gátu sagst ætla að spila en við höfðum engan áhuga á að fara til Ítalíu núna Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 15:59 KA/Þór þarf að bíða lengur með að spila sína fyrstu Evrópuleiki. vísir/Bára „Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða