Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Hallbera Guðný verður í eldlínunni með Val á morgun. SKJÁSKOT STÖÐ 2 Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira