Dagur braut ekki persónuverndarlög með birtingu athugasemdar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 23:28 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira