Um 5% þjóðarinnar gætu verið með mótefni eftir bylgjuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, kom fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun. vísir/Egill Aðalsteinsson Búast má við að allt að fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju. Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Aðspurður sagði Már þjóðina ekki í mikið betri stöðu eftir þessa bylgju og þá fyrstu hvað hjarðónæmi varðar. „Ef bóluefni kemur, þá verður kannski það virkt og farið að hafa áhrif um mitt næsta ár eða seinni partinn á næsta ári. Ég held hins vegar að raunveruleikinn sé sá að eftir þessa bylgju verði kannski fimm prósent íslensku þjóðarinnar varin, og það er rúmlega áætlað,“ segir Már og bætir við að það þýði að 95% landsmanna verði enn óvarðir. „Þannig annað hvort þarf að hafa mjög harðar aðgerðir í samfélaginu til langs tíma eða að við sættum okkur við það að við verðum í þessari stöðu þar til lýðheilsufræðilegum markmiðum með bólusetningu eða öðru verður náð og veiran er hætt að hrella okkur. Það gæti tekið eitt ár, tvö ár, eða lengur.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagðist á fundinum vona að eftir um tvær vikur yrði staðan orðin þannig að hægt verði að fara slaka á aðgerðum. Nú þurfi einnig að hugsa til lengri tíma. „Um það hvernig við ætlum að haga okkar lífi næstu mánuðina, og þegar og ef bóluefni kemur." Þórólfur segir ekki öruggt að bóluefni reynist nothæft.Vísir/Vilhelm Gæti komið upp að ekkert bóluefni sé nothæft „Sú staða gæti komið upp það væri væri hreinlega ekkert nothæft bóluefni þegar uppi er staðið, og þá þurfum við að hugsa hvernig við ætlum að haga okkar lífi áfram,“ sagði Þórólfur. „Annað hvort ætlum við að hafa mjög íþyngjandi aðgeðrir í gangi, eins og Nýja-Sjáland og fleiri lönd þar sem við þolum ekki að hafa neitt einasta tilfelli í gangi í samfélaginu. Í öðru lagi, á hinum endanum, að opna og hafa eins lítið íþyngjandi aðgeðrir og mögulegt er. Opna landamærin og svo framvegis. Það mun alveg örugglega þýða í mínum huga að við munum fá íþyngjandi faraldur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ „Svo í þriðja lagi að reyna feti einstigi þarna á milli og spila á þetta með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Býr sig undir þrjár sviðsmyndir Þórólfur sagði stöðuna óljósa varðandi bóluefni. Talað hafi verið um að búast megi við niðurstöðum úr lokarannsóknum á þeim bóluefnum sem hvað lengst eru komin í lok árs. Íslendingar séu búnir að tryggja kaup á nokkuð hundruð þúsund skömmtum og að allir sem vilji ættu því að geta fengið bólusetningu. Hann telur að búa þurfi sig undir þrjár sviðsmyndir. Sú fyrsta og besta sé að bóluefnið virki vel með engum alvarlegum aukaverkunum þannig að hægt verði að uppræta veiruna. Í öðru lagi gæti það gerst að bóluefnið sé ekki öruggt. Því fylgi alvarlegar aukaverkanir, eða sé einfaldlega ekki nógu virkt þannig að einungis 10-20% fái einhverja vernd. „Og þá þurfum við að lifa áfram með veirunni. “ Í þriðja lagi gæti það haft þokkalega vernd, um 50-70%, en ekki sé víst hvort það komi þá í veg fyrir smit eða bara veikindi. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Þórólfur sagði vinnu við að undirbúa forgangslista og mögulega skráningu á aukaverkunum vera að fara af stað. „Þessu fylgir gríðarleg vinna sem við viljum vera tilbúin með ef kallið kemur og við getum fengið gott og gilt bóluefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Búast má við að allt að fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju. Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Aðspurður sagði Már þjóðina ekki í mikið betri stöðu eftir þessa bylgju og þá fyrstu hvað hjarðónæmi varðar. „Ef bóluefni kemur, þá verður kannski það virkt og farið að hafa áhrif um mitt næsta ár eða seinni partinn á næsta ári. Ég held hins vegar að raunveruleikinn sé sá að eftir þessa bylgju verði kannski fimm prósent íslensku þjóðarinnar varin, og það er rúmlega áætlað,“ segir Már og bætir við að það þýði að 95% landsmanna verði enn óvarðir. „Þannig annað hvort þarf að hafa mjög harðar aðgerðir í samfélaginu til langs tíma eða að við sættum okkur við það að við verðum í þessari stöðu þar til lýðheilsufræðilegum markmiðum með bólusetningu eða öðru verður náð og veiran er hætt að hrella okkur. Það gæti tekið eitt ár, tvö ár, eða lengur.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagðist á fundinum vona að eftir um tvær vikur yrði staðan orðin þannig að hægt verði að fara slaka á aðgerðum. Nú þurfi einnig að hugsa til lengri tíma. „Um það hvernig við ætlum að haga okkar lífi næstu mánuðina, og þegar og ef bóluefni kemur." Þórólfur segir ekki öruggt að bóluefni reynist nothæft.Vísir/Vilhelm Gæti komið upp að ekkert bóluefni sé nothæft „Sú staða gæti komið upp það væri væri hreinlega ekkert nothæft bóluefni þegar uppi er staðið, og þá þurfum við að hugsa hvernig við ætlum að haga okkar lífi áfram,“ sagði Þórólfur. „Annað hvort ætlum við að hafa mjög íþyngjandi aðgeðrir í gangi, eins og Nýja-Sjáland og fleiri lönd þar sem við þolum ekki að hafa neitt einasta tilfelli í gangi í samfélaginu. Í öðru lagi, á hinum endanum, að opna og hafa eins lítið íþyngjandi aðgeðrir og mögulegt er. Opna landamærin og svo framvegis. Það mun alveg örugglega þýða í mínum huga að við munum fá íþyngjandi faraldur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ „Svo í þriðja lagi að reyna feti einstigi þarna á milli og spila á þetta með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Býr sig undir þrjár sviðsmyndir Þórólfur sagði stöðuna óljósa varðandi bóluefni. Talað hafi verið um að búast megi við niðurstöðum úr lokarannsóknum á þeim bóluefnum sem hvað lengst eru komin í lok árs. Íslendingar séu búnir að tryggja kaup á nokkuð hundruð þúsund skömmtum og að allir sem vilji ættu því að geta fengið bólusetningu. Hann telur að búa þurfi sig undir þrjár sviðsmyndir. Sú fyrsta og besta sé að bóluefnið virki vel með engum alvarlegum aukaverkunum þannig að hægt verði að uppræta veiruna. Í öðru lagi gæti það gerst að bóluefnið sé ekki öruggt. Því fylgi alvarlegar aukaverkanir, eða sé einfaldlega ekki nógu virkt þannig að einungis 10-20% fái einhverja vernd. „Og þá þurfum við að lifa áfram með veirunni. “ Í þriðja lagi gæti það haft þokkalega vernd, um 50-70%, en ekki sé víst hvort það komi þá í veg fyrir smit eða bara veikindi. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Þórólfur sagði vinnu við að undirbúa forgangslista og mögulega skráningu á aukaverkunum vera að fara af stað. „Þessu fylgir gríðarleg vinna sem við viljum vera tilbúin með ef kallið kemur og við getum fengið gott og gilt bóluefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira