Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær. 21 af þeim sem greindist í gær voru í sóttkví, eða 72 prósent. Átta þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 28 prósent.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Alls er 71 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær voru 74 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu.
Alls greinust níu á landamærum í gær. Var um eitt virkt smit að ræða og svo er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilfellum átta.
798 manns eru nú í einangrun, samanborið við 859 í gær. Þá eru 1.851 í sóttkví í dag, samanborið við 2.083 í gær.
Af þeim 29 sem greindust innanlands í gær greindust 27 eftir að tekin voru svokölluð einkennasýni. Tveir greindust í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 183,5 en var 188,4 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 21,8, en var 21,5 í gær.
Nú hafa 4.989 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Á síðunni segir ennfremur að af þeim veikst hafa af Covid-19 eru sautján nú látnir.
Alls voru tekin 1.315 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 560 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 303 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun og nítján í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.
Fréttin hefur verið uppfærð.