Rífur upp drumba og grjót í fjörunni og hefur aldrei verið eins sterkur Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Kári Kristján Kristjánsson með stein á lofti í fjörunni. stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni