Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 13:33 Þórunn Sveinbjörnsdóttir brá undir sig betri fætinum í ræðu sinni á fundi Almannavarna fyrr í dag, dró upp úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og sagði að gott væri að eiga þetta í ísskápnum. visir/arnar Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg. Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg.
Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent