Léleg upplýsingagjöf lýtalækna til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:16 Það skortir upplýsingagjöf frá lýtalæknum samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokks. Getty Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018. Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018.
Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53