Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:37 Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, segir Joe Biden vera með fleiri leiðir til sigurs en Donald Trump. HÍ/Getty/Win Mcnamee Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. „Að þetta myndi í fyrsta lagi ráðast daginn eftir, líklega ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag þegar áætlað er að talningu verði lokið í Pensylvaníu og, vel mögulega, ekki fyrr en miklu seinna ef ýmis málaferli fara í gang um hvaða atkvæði eru lögleg. Eins og er að koma í ljós nú eins og margir spáðu að Repúblikanar virðast ætla í þann slag.“ Enn á eftir að telja fjöldann allan af utankjörfundaratkvæðum og póstatkvæðum sem Hulda segir að séu líklegri til að falla Demókrötum í skaut. „Það er alþekkt að fólk sem býr í þéttbýli í borgunum er mun líklegra til að kjósa Demókrata heldur en þeir sem búa í dreifbýli og það er líka vitað að þeir sem búa í þéttbýli og borgum eru líklegri til að kjósa utan kjörfundar í ár, þannig að þetta tvennt fer saman“. Biden sé enn líklegri til sigurs Hulda, sem bjó í New York hvar hún lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2007 og er í nánu samstarfi við prófessora í Bandaríkjunum, segir enn fremur að sérfræðingar í skoðanakönnunum hafi sagt fyrir kosningar að forskot Joes Biden væri það mikið í könnunum að það þyldi sama frávik í skoðanakönnunum og felldi Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, árið 2016. „Þetta er það sem þeir eru tala um að sé að koma í ljós; -já það eru þarna frávik en forystan hans [Bidens] var það sterk að hann er enn þá mun líklegri til að sigra þegar uppi er staðið heldur en Trump, hann er með fleiri leiðir til sigurs. Ef Biden vinnur Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin, þá vinnur hann kosningarnar þó hann tapi Pensylvaniu, Georgíu og Norður-Karólínu. Trúir því að kerfið sé sterkara en ólýðræðisleg ummæli Trumps Hulda varð spurð út í ummæli Trumps í nótt þess efnis að hann vildi stöðva talningu greiddra atkvæða. „Eins og svo margt annað sem sitjandi forseti hefur gert þá á það sér ekki fordæmi og þetta er bara enn eitt dæmið um það að ég leyfi mér að trúa því að kerfið sé nú sterkara en þessi ummæli. Það er ekkert sem bendir til þess að kerfið sé að svigna undan einhverjum svona kröfum eins og er, þótt auðvitað séu einhver dómsmál í uppsiglingu um jaðaratkvæði, leiðrétt atkvæði og annað slíkt. En í heildarmyndinni er ekkert sem bendir til þess að það verði hætt allt í einu að telja. Það voru margir sem spáðu því að Trump myndi leika þennan leik á kosninganótt af því það var vitað að hann myndi standa tiltölulega sterkar þá en hann líklega myndi gera þegar búið verður að telja öll atkvæðin“. Áframhaldandi sundrung í Bandaríkjunum Það er afar mjótt á mununum og fær mann til að velta vöngum yfir bandarísku samfélagi í heild og hvert það stefni. Það virðist eins og þessi sundrung sé ekkert á undanhaldi, nema síður sé, og að þarna muni áfram búa tvær þjóðir í einu landi. Hvert er þitt mat? „Mitt mat er algjörlega samhljóða þínu mati. Þessar kosningar benda ekki á nokkurn hátt til þess að þessi skautun eða pólarísering í landinu sé að minnka og það mun líka taka langan tíma að vinda ofan af því og mögulega alls konar aðrar breytur; utanaðkomandi aðstæður, stórar breytur í efnahagsmálum og svo framvegis sem þurfa að koma til sögunnar. Samsetning bandarísku þjóðarinnar er að breytast, hvítt fólk verður sífellt lægra hlutfall af heildaríbúafjölda þannig að ef við bara horfum á það og horfum kannski fimmtíu ár fram í tímann þá má nú búast við að landslagið hafi breyst bara þess vegna en þangað til það gerist má búast við að ástandið muni vara ansi lengi.“ Hulda segir enn fremur að Bandaríkjamenn séu sérstaklega bundnir á klafa síns stjórnmálaflokks. „Þetta snýst um miklu meira en stjórnmálaskoðanir heldur líka lífsstíl og lífsviðhorf og raunar er það svo að það er ekkert virt lýðræðisríki þar sem er jafn lítil hreyfing er á kjósendum og í Bandaríkjunum. Fólk í rauninni haggast ekki. Þessir kjósendur sem verið er að slást um eru alveg merkilega lítið hlutfall af heildarfjölda kjósenda.“ Hulda ræddi um stöðuna í stjórnmálunum vestan hafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. „Að þetta myndi í fyrsta lagi ráðast daginn eftir, líklega ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag þegar áætlað er að talningu verði lokið í Pensylvaníu og, vel mögulega, ekki fyrr en miklu seinna ef ýmis málaferli fara í gang um hvaða atkvæði eru lögleg. Eins og er að koma í ljós nú eins og margir spáðu að Repúblikanar virðast ætla í þann slag.“ Enn á eftir að telja fjöldann allan af utankjörfundaratkvæðum og póstatkvæðum sem Hulda segir að séu líklegri til að falla Demókrötum í skaut. „Það er alþekkt að fólk sem býr í þéttbýli í borgunum er mun líklegra til að kjósa Demókrata heldur en þeir sem búa í dreifbýli og það er líka vitað að þeir sem búa í þéttbýli og borgum eru líklegri til að kjósa utan kjörfundar í ár, þannig að þetta tvennt fer saman“. Biden sé enn líklegri til sigurs Hulda, sem bjó í New York hvar hún lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2007 og er í nánu samstarfi við prófessora í Bandaríkjunum, segir enn fremur að sérfræðingar í skoðanakönnunum hafi sagt fyrir kosningar að forskot Joes Biden væri það mikið í könnunum að það þyldi sama frávik í skoðanakönnunum og felldi Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, árið 2016. „Þetta er það sem þeir eru tala um að sé að koma í ljós; -já það eru þarna frávik en forystan hans [Bidens] var það sterk að hann er enn þá mun líklegri til að sigra þegar uppi er staðið heldur en Trump, hann er með fleiri leiðir til sigurs. Ef Biden vinnur Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin, þá vinnur hann kosningarnar þó hann tapi Pensylvaniu, Georgíu og Norður-Karólínu. Trúir því að kerfið sé sterkara en ólýðræðisleg ummæli Trumps Hulda varð spurð út í ummæli Trumps í nótt þess efnis að hann vildi stöðva talningu greiddra atkvæða. „Eins og svo margt annað sem sitjandi forseti hefur gert þá á það sér ekki fordæmi og þetta er bara enn eitt dæmið um það að ég leyfi mér að trúa því að kerfið sé nú sterkara en þessi ummæli. Það er ekkert sem bendir til þess að kerfið sé að svigna undan einhverjum svona kröfum eins og er, þótt auðvitað séu einhver dómsmál í uppsiglingu um jaðaratkvæði, leiðrétt atkvæði og annað slíkt. En í heildarmyndinni er ekkert sem bendir til þess að það verði hætt allt í einu að telja. Það voru margir sem spáðu því að Trump myndi leika þennan leik á kosninganótt af því það var vitað að hann myndi standa tiltölulega sterkar þá en hann líklega myndi gera þegar búið verður að telja öll atkvæðin“. Áframhaldandi sundrung í Bandaríkjunum Það er afar mjótt á mununum og fær mann til að velta vöngum yfir bandarísku samfélagi í heild og hvert það stefni. Það virðist eins og þessi sundrung sé ekkert á undanhaldi, nema síður sé, og að þarna muni áfram búa tvær þjóðir í einu landi. Hvert er þitt mat? „Mitt mat er algjörlega samhljóða þínu mati. Þessar kosningar benda ekki á nokkurn hátt til þess að þessi skautun eða pólarísering í landinu sé að minnka og það mun líka taka langan tíma að vinda ofan af því og mögulega alls konar aðrar breytur; utanaðkomandi aðstæður, stórar breytur í efnahagsmálum og svo framvegis sem þurfa að koma til sögunnar. Samsetning bandarísku þjóðarinnar er að breytast, hvítt fólk verður sífellt lægra hlutfall af heildaríbúafjölda þannig að ef við bara horfum á það og horfum kannski fimmtíu ár fram í tímann þá má nú búast við að landslagið hafi breyst bara þess vegna en þangað til það gerist má búast við að ástandið muni vara ansi lengi.“ Hulda segir enn fremur að Bandaríkjamenn séu sérstaklega bundnir á klafa síns stjórnmálaflokks. „Þetta snýst um miklu meira en stjórnmálaskoðanir heldur líka lífsstíl og lífsviðhorf og raunar er það svo að það er ekkert virt lýðræðisríki þar sem er jafn lítil hreyfing er á kjósendum og í Bandaríkjunum. Fólk í rauninni haggast ekki. Þessir kjósendur sem verið er að slást um eru alveg merkilega lítið hlutfall af heildarfjölda kjósenda.“ Hulda ræddi um stöðuna í stjórnmálunum vestan hafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira