Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:42 Frá Foldabæ í Grafarvogi. Úrræðið hefur verið starfrækt í 24 ár. Reykjavíkurborg Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira