Valur er komið í næstu umferð Meistaradeildar kvenna eftir 3-0 sigur á HJK Helsinki á heimavelli í dag.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði fyrsta markið. Hlín Eiríksdóttir gerði þá vel og kom boltanum á Gunnhildli sem mætti inn í teiginn og skoraði.
Annað markið skoraði markavélin Elín Metta Jesen á 19. mínútu og þriðja markið kom úr vítaspyrnu á 36. mínútu.
Brotið var á Gunnhildi Yrsu en á punktinn steig Mist Edvardsdóttir sem skoraði af miklu öryggi. Mörkin þrjú má sjá hér að neðan.