Endaði ellefu ára bið í sigrinum á Man. United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Slóvakinn Martin Skrtel var búinn að bíða mjög lengi eftir því að fagna sigri í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira