Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 13:10 Rupert Murdoch hefur haft gríðarleg áhrif á fjölmiðlalandslagið í Ástralíu, Bretland og Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina. Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina.
Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05