Segir Paul Pogba bara hafa búið til vandamál á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:46 Paul Pogba hefur ekki fundið sig með Manchester United liðinu á þessari leiktíð. Getty/Visionhaus Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira