Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 17:13 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að staðan á Landspítalanum sé erfið. Átta Covid-19 sjúklingar þurftu á innlögn að halda í gær. Landspítali/Þorkell Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var spurður hvernig ástandið væri á Landspítalanum. „Þetta er bara mjög erfið staða. Þetta er ansi stór hluti þeirra leguplássa sem eru á Landspítalanum sem eru undir í þessu Covid-verkefni, það er ansi stórt hlutfall sem er eingöngu vegna Covid og það hefur áhrif á alla starfsemina. Eins og fram hefur komið varðandi skurðaðgerðir þá er mjög lítill hluti þeirra skurðaðgerða sem venjulega eru framkvæmdar í gangi núna. Þetta hefur svo margvísleg áhrif á kerfið í heild sinni.“ Nítján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa færri greinst smitaðir innanlands síðan 16. september, þegar þeir voru einnig nítján talsins. „Tölurnar í dag eru jákvæðar en á sama tíma erum við að fylgjast með mjög erfiðri stöðu á Landspítalanum. Það er blendinn hugur í dag,“ sagði Víðir sem bætti við að staðan væri samt viðbúin. „Þetta er bara eins og við sáum í fyrri bylgjunni og sjáum núna að toppnum í álagi á heilbrigðisþjónustu er ekki náð fyrr en að minnsta kosti tveimur vikum eftir toppinn á staðfestum smitum. Þetta er nálægt því sem við áttum von á en það er óvenjulegt að fá svona marga sjúklinga inn á sama sólarhring, við höfum aldrei lent í því áður. Staðan hefur verið erfið síðan í gærkvöldi.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Víðir var spurður hvernig smitin hefðu dreifst síðasta sólarhringinn. „Þetta er svona skiptist í helming landsbyggð og helming höfuðborgarsvæðið varðandi þessi sýni. Stærstur hluti þeirra sýna sem eru á landsbyggðinni eru fyrir norðan en við erum samt að sjá þetta nokkuð víða, bæði á Suðurlandi og Vesturlandi líka en síðan byrjuðu skimanirnar vegna sóttkvíar á Dalvík í morgun og verða líka á morgun. Við munum sjá betur hvað hefur komið út úr skimunum á Dalvík í fyrramálið. Það fóru ansi margir á Dalvík í sýnatöku í dag“. Víðir var spurður hvernig hann mæti stöðuna í dag og hvort hann teldi að þær sóttvarnaráðstafanir sem ráðist hefur verið í væru búnar að skila einhverjum árangri. „Við fengum á tilfinninguna snemma í vikunni að allir ætluðu að einhenda sér í þetta verkefni. Við erum vonandi að sjá fyrstu vísbendingar um að þetta sé að bera árangur. Við munum sjá þetta betur næstu daga.“ En ertu bjartsýnn á að sóttvarnalæknir geti mælt með afléttingu einhverra takmarkana sem eru í gildi strax 18. nóvember? „Ég held við verðum að bíða og sjá til. Við erum að horfa á heilbrigðiskerfið í heild sinni; álagið og fleira. Það hefur verið stóra málið í þessu fyrir okkur þegar farið var í þessar hertu aðgerðir; að verja heilbrigðiskerfið. Við verðum að bíða og sjá til áður en við getum farið að leggja raunverulegt mat á það,“ sagði Víðir sem bætti við að jafnvel um miðja næstu viku gætum við farið að sjá skýrari mynd af stöðu faraldursins. Sóttvarnateymið hefur ráðist í umfangsmikla greiningarvinnu á smitrakningargögnum til að hjálpa sóttvarnalækni að leggja mat á það hvaða starfsemi er hættulegri en önnur með tilliti til smithættu. Víðir var einnig spurður út í grímuskylduna; hvort honum þætti líklegt að hún væri komin til að vera þar til bóluefni berst. „Ég held við þurfum að rýna í rannsóknir hvað það varðar. Það er alltaf verið að birta betri gögn og að verða til meiri þekking á grímunotkun og ég held að það verði eins með hana og svo margt annað í þessu að við munum byggja ákvörðun okkar á nýjustu gögnum sem liggja fyrir hverju sinni en ég held að grímunotkun sé að einhverju leyti komin til að vera hjá okkur í vetur.“ Víðir vildi að lokum fá að koma á framfæri skilaboðum til almennings nú þegar líður að helgi. „Ég hvet fólk áfram til að fara mjög varlega og sýna hvert öðru væntumþykju um helgina. Við verðum að passa upp á hvert annað núna. Við höfum sagt að við séum á ögurstundu í bylgjunni núna og það skiptir máli að við förum öll varlega og pössum hvert upp á annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. 4. nóvember 2020 09:52 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var spurður hvernig ástandið væri á Landspítalanum. „Þetta er bara mjög erfið staða. Þetta er ansi stór hluti þeirra leguplássa sem eru á Landspítalanum sem eru undir í þessu Covid-verkefni, það er ansi stórt hlutfall sem er eingöngu vegna Covid og það hefur áhrif á alla starfsemina. Eins og fram hefur komið varðandi skurðaðgerðir þá er mjög lítill hluti þeirra skurðaðgerða sem venjulega eru framkvæmdar í gangi núna. Þetta hefur svo margvísleg áhrif á kerfið í heild sinni.“ Nítján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa færri greinst smitaðir innanlands síðan 16. september, þegar þeir voru einnig nítján talsins. „Tölurnar í dag eru jákvæðar en á sama tíma erum við að fylgjast með mjög erfiðri stöðu á Landspítalanum. Það er blendinn hugur í dag,“ sagði Víðir sem bætti við að staðan væri samt viðbúin. „Þetta er bara eins og við sáum í fyrri bylgjunni og sjáum núna að toppnum í álagi á heilbrigðisþjónustu er ekki náð fyrr en að minnsta kosti tveimur vikum eftir toppinn á staðfestum smitum. Þetta er nálægt því sem við áttum von á en það er óvenjulegt að fá svona marga sjúklinga inn á sama sólarhring, við höfum aldrei lent í því áður. Staðan hefur verið erfið síðan í gærkvöldi.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Víðir var spurður hvernig smitin hefðu dreifst síðasta sólarhringinn. „Þetta er svona skiptist í helming landsbyggð og helming höfuðborgarsvæðið varðandi þessi sýni. Stærstur hluti þeirra sýna sem eru á landsbyggðinni eru fyrir norðan en við erum samt að sjá þetta nokkuð víða, bæði á Suðurlandi og Vesturlandi líka en síðan byrjuðu skimanirnar vegna sóttkvíar á Dalvík í morgun og verða líka á morgun. Við munum sjá betur hvað hefur komið út úr skimunum á Dalvík í fyrramálið. Það fóru ansi margir á Dalvík í sýnatöku í dag“. Víðir var spurður hvernig hann mæti stöðuna í dag og hvort hann teldi að þær sóttvarnaráðstafanir sem ráðist hefur verið í væru búnar að skila einhverjum árangri. „Við fengum á tilfinninguna snemma í vikunni að allir ætluðu að einhenda sér í þetta verkefni. Við erum vonandi að sjá fyrstu vísbendingar um að þetta sé að bera árangur. Við munum sjá þetta betur næstu daga.“ En ertu bjartsýnn á að sóttvarnalæknir geti mælt með afléttingu einhverra takmarkana sem eru í gildi strax 18. nóvember? „Ég held við verðum að bíða og sjá til. Við erum að horfa á heilbrigðiskerfið í heild sinni; álagið og fleira. Það hefur verið stóra málið í þessu fyrir okkur þegar farið var í þessar hertu aðgerðir; að verja heilbrigðiskerfið. Við verðum að bíða og sjá til áður en við getum farið að leggja raunverulegt mat á það,“ sagði Víðir sem bætti við að jafnvel um miðja næstu viku gætum við farið að sjá skýrari mynd af stöðu faraldursins. Sóttvarnateymið hefur ráðist í umfangsmikla greiningarvinnu á smitrakningargögnum til að hjálpa sóttvarnalækni að leggja mat á það hvaða starfsemi er hættulegri en önnur með tilliti til smithættu. Víðir var einnig spurður út í grímuskylduna; hvort honum þætti líklegt að hún væri komin til að vera þar til bóluefni berst. „Ég held við þurfum að rýna í rannsóknir hvað það varðar. Það er alltaf verið að birta betri gögn og að verða til meiri þekking á grímunotkun og ég held að það verði eins með hana og svo margt annað í þessu að við munum byggja ákvörðun okkar á nýjustu gögnum sem liggja fyrir hverju sinni en ég held að grímunotkun sé að einhverju leyti komin til að vera hjá okkur í vetur.“ Víðir vildi að lokum fá að koma á framfæri skilaboðum til almennings nú þegar líður að helgi. „Ég hvet fólk áfram til að fara mjög varlega og sýna hvert öðru væntumþykju um helgina. Við verðum að passa upp á hvert annað núna. Við höfum sagt að við séum á ögurstundu í bylgjunni núna og það skiptir máli að við förum öll varlega og pössum hvert upp á annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. 4. nóvember 2020 09:52 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. 4. nóvember 2020 09:52
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent