Metdagur í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 08:31 Olivier Verán, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir stöðuna grafalvarlega. Aurelien Meunier/Getty Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“ Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira