Metdagur í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 08:31 Olivier Verán, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir stöðuna grafalvarlega. Aurelien Meunier/Getty Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“ Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira