Stofnuðu félag til að berjast gegn einelti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 16:09 Krakkarnir sem stofnuðu Einelti er ógeðslegt (frá aftari röð frá vinstri): Vilhjálmur Árni, Hilmar Ingi, Eydís Anna, Sara Fanný og Óðinn Kári. Aðsend Nemendur í sjöunda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa stofnað félagið Einelti er ógeðslegt og ætla þau að senda frá sér fræðslumyndbönd sem fjalla um einelti og vináttu. Þá ætla þau að hittast rafrænt, fara í leiki og spjalla. Fimm nemendur standa að verkefninu og er markmið þeirra, samkvæmt tilkynningu sem þau sendu frá sér, að fræðast um einelti með það að leiðarljósi að útrýma því, hjálpa þeim sem líður illa og skemmta sér saman. Fyrsti hittingur krakkanna verður á morgun, sunnudag, og verður hittingurinn haldinn í gegn um Google Meet frá tólf á hádegi til eitt. Hægt er að nálgast hittinginn hér. „Markmiðið er að hafa stað fyrir krakka sem kannski líður ekki vel eða vilja bara fá félagsskap og koma saman. Hugsunin var að hafa klúbbinn og leyfa krökkum að koma og vera með leiki en þau ætla að gera þetta rafrænt,“ segir Birta Rún Jóhannsdóttir umsjónarkennari krakkanna. Hún segir þetta sérstaklega mikilvægt nú á tímum Covid þegar krakkar eru mikið heima og félagsleg einangrun er farin að kræla á sér. Tilgangurinn að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er Krakkarnir sem stofnuðu félagið, þau Hilmar Ingi Bernharðsson, Óðinn Kári Stefánsson, Eydís Anna Ingimarsdóttir, Sara Fanný Ingimarsdóttir og Vilhjálmur Árni Sigurðsson segjast vonast til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Allir séu velkomnir, sama úr hvaða skóla þau komi. Krakkarnir segjast vona að sem flestir mæti á hittinginn sem haldinn verður í gegn um fjarfundabúnað á hádegi á morgun.Aðsend „Það er hugmynd sem ég fékk þegar ég sat heima hjá mér og hefði ekki getað þetta án vina minna,“ segir Hilmar Ingi. Þau segjast mjög spennt fyrir fyrsta hittingnum, sem verður á morgun eins og áður segir, og vonast til að margir komi á hann. Tilgangurinn sé að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er og reyna að „láta þau gleyma þessum leiðindum sem þau lentu í.“ Þegar blaðamaður hringdi í hópinn voru þeir Hilmar, Vilhjálmur og Óðinn saman í símanum en stelpurnar gátu ekki stokkið til með svo stuttum fyrirvara sögðu þeir. „Ég skil vel hvernig þeim líður“ Vilhjálmur, Hilmar og Óðinn segja ekki mikið um einelti í sínum skóla en nokkuð sé samt um stríðni. „Það er ekkert afar mikið um einelti í okkar skóla en það er mikið um stríðni, stríðni inn á við. Það var mjög mikið,“ segir Vilhjálmur. Strákarnir segjast allir þrír hafa lent í einelti á skólagöngu sinni en þeim dögum sé nú lokið. „Ekki jafn slæmt [einelti] og margir aðrir hafa lent í en ég skil mjög vel hvernig þeim líður,“ segir Hilmar. Birta fræðslumyndbönd sem þau gera sjálf Krakkarnir eru byrjaðir að birta fræðslumyndbönd um einelti á YouTube-rás sem þau stofnuðu fyrir félagið. Þau taka myndböndin sjálf upp, þó þeim hafi boðist hjálp frá foreldrum. Þau geti gert þetta hjálparlaust. „Við erum að taka þau upp, Óðinn er að hjálpa okkur og við erum sjálf að leika í þeim,“ segir Hilmar. „Við byrjuðum fyrir svona tveimur, þremur dögum á YouTube, þannig að þau eru ekki afar mörg en þau eru nokkur,“ segir Óðinn. Þau eru búin að undirbúa hittinginn á morgun, leiki og fjör. „Eydís og Sara eru komnar með nokkra leiki sem hægt er að leika í gegn um tölvu, þær eru hinir félagarnir okkar. Við hefðum ekki getað þetta án þeirra,“ segir Óðinn. Þeir segjast vonast til þess að geta kynnst fleiri krökkum úr öðrum skólum. „Ég held að við komumst alveg langt,“ segir Óðinn. „Við ætluðum að reyna að byrja með klúbbinn í okkar skóla og svo reyna að ná til annarra skóla. Með YouTube-rásinni og Google Meets erum við að reyna að ná til annarra skóla. „Allavega einn“ skrái sig í félagið Þegar þarna var komið sögu bættust stelpurnar, þær Eydís og Sara, í hópinn. Vilhjálmur kallaði í símann: „Bíddu! Stelpurnar eru komnar, viltu ekki spyrja þær einhverra spurninga?“ Blaðamaður sló ekki hendinni við því tækifæri og stelpurnar sögðu frá hvaða leiki verði farið í á morgun. „Við ætluðum fyrst að tala saman og síðan ætlum við að fara í nafnaleik og síðan bara kannski Frúna í Hamborg,,“ segir Eydís. „Og fullt af leikjum sem er hægt að fara í í gegn um tölvu,“ skýtur Hilmar inn í. Hvað haldi þið að margir krakkar vilji taka þátt í félaginu? „Við erum ekki viss en ég held að það muni alveg vera nokkuð margir,“ segir Eydís. „Allavega einn!“ kallar Sara. „Ég held að það verði fjórir af því að kennararnir okkar ætla að mæta. En ég vona að það verði margir,“ segir Vilhjálmur. Þau vonast samt til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Kópavogur Krakkar Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Nemendur í sjöunda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa stofnað félagið Einelti er ógeðslegt og ætla þau að senda frá sér fræðslumyndbönd sem fjalla um einelti og vináttu. Þá ætla þau að hittast rafrænt, fara í leiki og spjalla. Fimm nemendur standa að verkefninu og er markmið þeirra, samkvæmt tilkynningu sem þau sendu frá sér, að fræðast um einelti með það að leiðarljósi að útrýma því, hjálpa þeim sem líður illa og skemmta sér saman. Fyrsti hittingur krakkanna verður á morgun, sunnudag, og verður hittingurinn haldinn í gegn um Google Meet frá tólf á hádegi til eitt. Hægt er að nálgast hittinginn hér. „Markmiðið er að hafa stað fyrir krakka sem kannski líður ekki vel eða vilja bara fá félagsskap og koma saman. Hugsunin var að hafa klúbbinn og leyfa krökkum að koma og vera með leiki en þau ætla að gera þetta rafrænt,“ segir Birta Rún Jóhannsdóttir umsjónarkennari krakkanna. Hún segir þetta sérstaklega mikilvægt nú á tímum Covid þegar krakkar eru mikið heima og félagsleg einangrun er farin að kræla á sér. Tilgangurinn að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er Krakkarnir sem stofnuðu félagið, þau Hilmar Ingi Bernharðsson, Óðinn Kári Stefánsson, Eydís Anna Ingimarsdóttir, Sara Fanný Ingimarsdóttir og Vilhjálmur Árni Sigurðsson segjast vonast til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Allir séu velkomnir, sama úr hvaða skóla þau komi. Krakkarnir segjast vona að sem flestir mæti á hittinginn sem haldinn verður í gegn um fjarfundabúnað á hádegi á morgun.Aðsend „Það er hugmynd sem ég fékk þegar ég sat heima hjá mér og hefði ekki getað þetta án vina minna,“ segir Hilmar Ingi. Þau segjast mjög spennt fyrir fyrsta hittingnum, sem verður á morgun eins og áður segir, og vonast til að margir komi á hann. Tilgangurinn sé að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er og reyna að „láta þau gleyma þessum leiðindum sem þau lentu í.“ Þegar blaðamaður hringdi í hópinn voru þeir Hilmar, Vilhjálmur og Óðinn saman í símanum en stelpurnar gátu ekki stokkið til með svo stuttum fyrirvara sögðu þeir. „Ég skil vel hvernig þeim líður“ Vilhjálmur, Hilmar og Óðinn segja ekki mikið um einelti í sínum skóla en nokkuð sé samt um stríðni. „Það er ekkert afar mikið um einelti í okkar skóla en það er mikið um stríðni, stríðni inn á við. Það var mjög mikið,“ segir Vilhjálmur. Strákarnir segjast allir þrír hafa lent í einelti á skólagöngu sinni en þeim dögum sé nú lokið. „Ekki jafn slæmt [einelti] og margir aðrir hafa lent í en ég skil mjög vel hvernig þeim líður,“ segir Hilmar. Birta fræðslumyndbönd sem þau gera sjálf Krakkarnir eru byrjaðir að birta fræðslumyndbönd um einelti á YouTube-rás sem þau stofnuðu fyrir félagið. Þau taka myndböndin sjálf upp, þó þeim hafi boðist hjálp frá foreldrum. Þau geti gert þetta hjálparlaust. „Við erum að taka þau upp, Óðinn er að hjálpa okkur og við erum sjálf að leika í þeim,“ segir Hilmar. „Við byrjuðum fyrir svona tveimur, þremur dögum á YouTube, þannig að þau eru ekki afar mörg en þau eru nokkur,“ segir Óðinn. Þau eru búin að undirbúa hittinginn á morgun, leiki og fjör. „Eydís og Sara eru komnar með nokkra leiki sem hægt er að leika í gegn um tölvu, þær eru hinir félagarnir okkar. Við hefðum ekki getað þetta án þeirra,“ segir Óðinn. Þeir segjast vonast til þess að geta kynnst fleiri krökkum úr öðrum skólum. „Ég held að við komumst alveg langt,“ segir Óðinn. „Við ætluðum að reyna að byrja með klúbbinn í okkar skóla og svo reyna að ná til annarra skóla. Með YouTube-rásinni og Google Meets erum við að reyna að ná til annarra skóla. „Allavega einn“ skrái sig í félagið Þegar þarna var komið sögu bættust stelpurnar, þær Eydís og Sara, í hópinn. Vilhjálmur kallaði í símann: „Bíddu! Stelpurnar eru komnar, viltu ekki spyrja þær einhverra spurninga?“ Blaðamaður sló ekki hendinni við því tækifæri og stelpurnar sögðu frá hvaða leiki verði farið í á morgun. „Við ætluðum fyrst að tala saman og síðan ætlum við að fara í nafnaleik og síðan bara kannski Frúna í Hamborg,,“ segir Eydís. „Og fullt af leikjum sem er hægt að fara í í gegn um tölvu,“ skýtur Hilmar inn í. Hvað haldi þið að margir krakkar vilji taka þátt í félaginu? „Við erum ekki viss en ég held að það muni alveg vera nokkuð margir,“ segir Eydís. „Allavega einn!“ kallar Sara. „Ég held að það verði fjórir af því að kennararnir okkar ætla að mæta. En ég vona að það verði margir,“ segir Vilhjálmur. Þau vonast samt til að sem flestir krakkar gangi í félagið.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Kópavogur Krakkar Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira