Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Svo fór að Biden var lýstur sigurverari í ríkinu, 20 kjörmenn í hús og þar með búinn að tryggja sér kjörmennina 270 sem þarf til þess að ná kjöri sem forseti.
Með sigrinum var Biden kominn upp í 273 kjörmenn, þremur fleiri en þarf til. Seinna fylgdi Nevada sem tryggði honum sex kjörmenn til viðbótar og þar með 279 í hús.
Óhætt er að segja að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út víða í Bandaríkjunum. Í New York nýttu ökumenn bílflautur til þess að lýsa yfir gleði sinni með úrslitin og fólk hrópaði og klappaði á götum úti .
New York reacts. God bless America! pic.twitter.com/PaJU9nvOT5
— Tom Treadwell (@tomtreadwell) November 7, 2020
Í Washington D.C. mátti sjá mikinn hóp syngja Sweet Caroline saman á Black Lives Matter plaza, nærri Hvíta húsinu.
Hundreds of people are singing "Sweet Caroline" in Black Lives Matter Plaza right now. pic.twitter.com/TG7TxosgwY
— Evan McMurry (@evanmcmurry) November 7, 2020
Í Pennsylvaníu gengu stuðningsmenn Biden saman um götur borgarinnar og fögnuðu vel og innilega, enda hafði verið mikil bið eftir tölum frá því ríki. Lengi vel hafði fólk trúað því að jafnvel Arizona og Nevada yrðu fyrri til, en svo fór að kjörmenn Pennsylvaníu tryggðu úrslitin.
Hér að neðan má sjá myndir af fagnaðarlátunum í Pennsylvaníu.



