Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, mun draga sig út úr enska landsliðinu vegna meiðsla sem hann hlaut í stórleiknum gegn Manchester City í dag.
Trent fór af velli í síðari hálfleik vegna kálfameiðsla og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að Trent myndi á morgun fara í nánari skoðun.
Meiðslin myndu þó halda Trent frá landsleikjunum í komandi vikum en England mætir Írlandi, Belgíu og Íslandi í landsleikjunum sem eru framundan.
Trent fór af velli eftir 63. mínútur í 1-1 jafnteflinu í dag en James Milner kom inn í hans stað. Óvíst er hvort að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, kalli á annan leikmann í stað Trent.
Reece James, hægri bakvörður Chelsea, gæti komið til greina en hann gæti þá bara spilað vináttulandsleikinn gegn Írlandi því hann er í banni í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Íslandi.
Trent Alexander-Arnold is set to withdraw from the England squad with injury.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 8, 2020