„Peningaleysi er ekki skýringin“ eða hvað? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2020 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar